Innlent

Allt að komast í lag á Nings

Eldur kviknaði í veitingastaðnum Nings við Suðurlandsbraut um klukkan hálf tíu í morgun.

Tveir slökkvibílar voru sendir á staðinn auk sjúkrabíla og lögreglubíla en engin slys urðu á fólki. Eldurinn kom upp í hitaskáp í eldhúsi staðarins og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn. Búið er að reykræsta og þrífa staðinn sem verður opnaður fljótlega eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×