Gylfi semur um Breiðavík 9. september 2008 05:00 Breiðavíkurmálið er mörgum hugleikið Gylfi Ægisson hefur samið ljóð. Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Í Breiðavík þeir brutu niður drengi, brenndu fyrir lífstíð þeirra sál. Viðgekkst þessi kúgun vel og lengi, Enda yfirmanna leyndarmál. Ekki máttu í þeim heyrast hljóðin, við því kunnu kvalararnir ráð. þeir börðu þá til hlýðni til að slóðin, Þeirra yrði af yfirborði máð. Kirkju börnin byggðu upp frá grunni, böðlum að biðjast fyrir í. Þeir vildu sýna það í þykjustunni, Þeir tryðu á Guð og færu eftir því. Á nóttinni þeir notuðu svo börnin, nætursvefninn þeirra lítill var. Lítið veitt á móti var þá vörnin, enda ólíku að jafna þar. En upp komst þetta allt og þjóðin frétti, í hvelli lamdi hún hnefanum í borð. Almenningur vildi þetta ekki, að framin væru á börnum sálarmorð. Yfirvaldið ei gat tárum varist, að svona nokkuð gæti hérna gerst. Í nafni réttlætis yrði nú barist, unnið yrði úr málinu sem best. Drengjunum nú yrðu bætur bættar, bæta yrði öllum þeirra mein. Enda sálir þeirra sundur tættar, og aðrar farnar burtu ein og ein. Vinir þeirra fyrir eigin hendi, úr heimi þessum horfnir voru á braut. Á líf sett vildu frekar binda endi, En lifa áfram slíka sálar þraut. Eflaust fá þeir ekki háar bætur, ef miða á við sambærileg mál. í myrkrinu enn litla barnið grætur, verið er að eyðileggja sál. Á endanum samt alla dæmir Drottinn, ekkert okkar sleppur víst frá því. Undan honum kemst sko enginn hrottinn, endar sem sagt vítis logum í. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Í Breiðavík þeir brutu niður drengi, brenndu fyrir lífstíð þeirra sál. Viðgekkst þessi kúgun vel og lengi, Enda yfirmanna leyndarmál. Ekki máttu í þeim heyrast hljóðin, við því kunnu kvalararnir ráð. þeir börðu þá til hlýðni til að slóðin, Þeirra yrði af yfirborði máð. Kirkju börnin byggðu upp frá grunni, böðlum að biðjast fyrir í. Þeir vildu sýna það í þykjustunni, Þeir tryðu á Guð og færu eftir því. Á nóttinni þeir notuðu svo börnin, nætursvefninn þeirra lítill var. Lítið veitt á móti var þá vörnin, enda ólíku að jafna þar. En upp komst þetta allt og þjóðin frétti, í hvelli lamdi hún hnefanum í borð. Almenningur vildi þetta ekki, að framin væru á börnum sálarmorð. Yfirvaldið ei gat tárum varist, að svona nokkuð gæti hérna gerst. Í nafni réttlætis yrði nú barist, unnið yrði úr málinu sem best. Drengjunum nú yrðu bætur bættar, bæta yrði öllum þeirra mein. Enda sálir þeirra sundur tættar, og aðrar farnar burtu ein og ein. Vinir þeirra fyrir eigin hendi, úr heimi þessum horfnir voru á braut. Á líf sett vildu frekar binda endi, En lifa áfram slíka sálar þraut. Eflaust fá þeir ekki háar bætur, ef miða á við sambærileg mál. í myrkrinu enn litla barnið grætur, verið er að eyðileggja sál. Á endanum samt alla dæmir Drottinn, ekkert okkar sleppur víst frá því. Undan honum kemst sko enginn hrottinn, endar sem sagt vítis logum í.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira