Erlent

Sýnir mynd sem geymir harða gagnrýni á íslam

Frá Hollandi.
Frá Hollandi.

Hollenskur stjórnmálamaður og fyrrverandi múslími hyggst í næsta mánuði sýna nýja mynd sem hann hefur gert og hefur að geyma harða gagnrýni á íslam. Frá þessu greinir í hollenskum miðlum.

Þar kemur fram að Eshan Jami, fulltrúi Verkamannaflokksins, hafi framleitt mynd sem nefnist Líf Múhameðs og þar verður meðal annars fjallað um kynferðislegan áhuga spámannsins á níu ára konu sinni, Aishu.

Myndin verður frumsýnd 20. apríl en þegar Jami tilkynnti um framleiðslu hennar lýsti hann því yfir að hún myndi valda meira fjaðrafoki en dönsku skopteikningarnar af Múmheð. Fulltrúar samráðsvettvangs múslíma og hollensku ríkisstjórnar hafa séð brot úr myndinni og segjast munu fara fram á að hún verði bönnuð.

Þetta er ekki eina myndin um íslam sem til stendur að sýna í Hollandi því hægrisinnaði stjórnmálamaðurinn Geert Wilders hefur þegar gert mynd um Kóraninn sem hann segir fasistarit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×