Píanóverk Þorkels í Salnum 6. september 2008 04:00 Píanistinn og tónskáldið. Kristín Jónína Taylor og Þorkell Sigurbjörnsson við æfingar í Salnum.Fréttablaðið/Arnþór Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira