Innlent

MND-félagið fær styrk frá heilbrigðisráðuneyti og Suðurnesjamönnum

MYND/Heilbrigðisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra afhenti MND-félaginu styrk til starfsemi sinnar í gær, samtals um 500 þúsund krónur.

Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að ráðherra hafi ákveðið að senda ekki út jóla-og áramótakveðjur frá ráðuneytinu á síðasta ári heldur styrkja fremur MND-félagið.

Við sama tækifæri afhenti Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og Suðurnesjamennirnir Ásmundur Friðriksson og Axel Jónsson MND-félaginu tvær milljónir króna. Þessir aðilar beittu sér fyrir söfnun fjárins meðal gesta á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Bláa lóninu fyrir skemmstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×