Söngvar Berlins í Salnum 7. nóvember 2008 06:00 Kristjana Stefánsdóttir syngur lög Irvings Berlin í Salnum á laugardagskvöld. Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan. Þar komst hann að því að með því að láta hripa lögin sín á pappír, gat hann selt þau til nótnaútgefenda fyrir allnokkurt fé, væru þau sæmilega sönghæf. Áður en yfir lauk hafði Berlin sett saman yfir 1.500 lög, sem sum hver eru löngu sígild: Blue Skies, Cheek to Cheek og Putting on the Ritz eru aðeins örfá heimsfrægra laga hans. Berlin var einn margra sönglagasmiða í Tin Pan Alley sem voru aðfluttir gyðingar úr borgum Gamla heimsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Kjartan Valdemarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari hafa sett saman dagskrá með tónlist Irvings Berlin fyrir Tíbrárröð Salarins í Kópavogi. Áður hafa þau boðið upp á tónlist Cole Porter og Richard Rodgers á sama vettvangi og munu í vor spila músík frægasta höfundar Bandaríkjamanna, George Gershwin. Tónleikarnir með verkum Irvings Berlin verða á laugardagskvöld og hefjast klukkan 20. Auk þeirra fjórmenninga sem koma fram, er von á leynigesti á tónleikana. „Ekki er hægt að gefa upp hver það er,“ segir Pétur Grétarsson, „en óhætt er að upplýsa að hitabylgja kemur við sögu og ótrúlegur metnaður söngvara til að gera betur en vel.“ Semsagt gott, djassað og gleðilegt í Salnum á laugardagskvöld.- pbb Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan. Þar komst hann að því að með því að láta hripa lögin sín á pappír, gat hann selt þau til nótnaútgefenda fyrir allnokkurt fé, væru þau sæmilega sönghæf. Áður en yfir lauk hafði Berlin sett saman yfir 1.500 lög, sem sum hver eru löngu sígild: Blue Skies, Cheek to Cheek og Putting on the Ritz eru aðeins örfá heimsfrægra laga hans. Berlin var einn margra sönglagasmiða í Tin Pan Alley sem voru aðfluttir gyðingar úr borgum Gamla heimsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Kjartan Valdemarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari hafa sett saman dagskrá með tónlist Irvings Berlin fyrir Tíbrárröð Salarins í Kópavogi. Áður hafa þau boðið upp á tónlist Cole Porter og Richard Rodgers á sama vettvangi og munu í vor spila músík frægasta höfundar Bandaríkjamanna, George Gershwin. Tónleikarnir með verkum Irvings Berlin verða á laugardagskvöld og hefjast klukkan 20. Auk þeirra fjórmenninga sem koma fram, er von á leynigesti á tónleikana. „Ekki er hægt að gefa upp hver það er,“ segir Pétur Grétarsson, „en óhætt er að upplýsa að hitabylgja kemur við sögu og ótrúlegur metnaður söngvara til að gera betur en vel.“ Semsagt gott, djassað og gleðilegt í Salnum á laugardagskvöld.- pbb
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“