Annþór í fjögurra ára fangelsi vegna hraðsendingarmáls 11. júní 2008 11:11 Annþór Kristján Karlsson var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygli í svokölluðu hraðsendingarmáli. Þrír samverkamenn hans voru einnig sakfelldir samkvæmt ákæru. Samkvæmt ákæru var Annþóri og félögum hans, Tómasi Kristjánssyni og bræðrunum Ara og Jóhannesi Páli Gunnarssonum, gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á rúmlega 4,6 kílóum af amfetamíni og nærri 600 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Efnin voru flutt til landsins með hraðsendingarfyrirtækinu UPS, þar sem Tómas starfaði, og fundu lögregla og tollur þau 15. nóvember í bifreið fyrirtækisins fyrir utan húsnæði þess á Keflavíkurflugvelli. Við þingfestingu neitaði Annþór sök og sömuleiðis Tómas en bræðurnir viðurkenndu aðild að málinu. Hlaut Tómas tveggja og hálfs árs dóm en bræðurnir eitt og hálft ár hvor. Tómas hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Hvorki Annþór né lögmaður hans hafa séð dóminn og verður ákvörðun um áfrýjun ekki tekin fyrr en eftir helgi. Annþór var einnig ákærður fyrir vörslu 90 gramma af amfetamíni sem lögregla fann á heimili hans þegar hann var handtekinn í tengslum við hraðsendingarmálið. Hann var sýknaður af þeirri ákæru þar sem annar maður gaf sig fram og sagðist eigandi þeirra. Sá verður ákærður fyrir vörslu efnanna. Tengdar fréttir Bræður flæktir í fíkniefnasmygl Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að smygli á um fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni, er samkvæmt heimildum Vísis yngri bróðir starfsmanns fjármálaráðuneytisins sem einnig er í varðhaldi. 27. janúar 2008 21:43 Frásögn af flótta Annþórs vakti kátínu í réttarsal Annþór Kristján Karlsson bar vitni í hraðsendingarmálinu í dag en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Annþór neitar sök en hann er ákærður fyrir að fjármagna og skipuleggja smygl á miklu magni fíkniefna til landsins. 3. júní 2008 13:06 Einn hinna grunuðu vann hjá hraðsendingafyrirtækinu sem flutti dópið Einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað inn 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni með hraðsendingu var starfsmaður fyrirtækisins sem mennirnir notuðu til að koma efnunum til landsins. Rannsókn lögreglu hefur verið afar viðamikil en talið er að málið tengist stórum smyglhring. 27. janúar 2008 18:37 Annþór var á reynslulausn og er á leið í grjótið á ný AnnÞór Kristján Karlsson sem handtekinn var í gær grunaður um aðild sína að smygli á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni, var á reynslulausn vegna eldri brota og þarf nú væntanlega að sitja það af sér. Hann hlaut þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu. 31. janúar 2008 11:23 UPS-maður áfram í gæsluvarðhaldi og Annþór í afplánun Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni sem handtekinn var í tengslum við svokallað hraðsendingarmál var framlengt til 18. apríl í dag. Hann sat í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag en var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. 7. mars 2008 15:54 UPS-smyglið staðið yfir síðan 2005 Í gögnum sem lögregla hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt kemur fram að grunur leiki á að hraðsendingarsmyglið sem upp komst á Keflavíkurflugvelli í nóvember hafi staðið yfir síðan á vormánuðum 2005. 13. mars 2008 10:37 Annþór býður í afmæli - löggan leitar að staðnum Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson sem lögreglan leitar nú eftir að hann strauk úr fangaklefa við Hverfisgötu í morgun, hefur boðið til síðbúinnar afmælisveislu í kvöld. 15. febrúar 2008 14:40 Enn fást engin svör um flótta Annþórs Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag. 20. febrúar 2008 10:32 Hafði unnið hjá UPS í þrjú ár “Ég lít þetta mál afar alvarlegum augum og mun fylgjast grannt með rannsókn lögreglu eftir því sem henni miðar áfram. En á meðan henni er ekki lokið get ég ekki tjáð mig frekar,” segir Sigþór Skúlason, framkvæmdastjóri UPS á Íslandi, en starfsmaður fyrirtækisins er einn þeirra þriggja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um hafa reynt að smygla 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins. 28. janúar 2008 11:01 Annþór fannst í Mosfellsbæ Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu. 15. febrúar 2008 18:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum fíkniefnasmyglurum Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bræðrunum Ara Gunnarssyni og Jóhannesi Páli Gunnarssyni til 22. febrúar næstkomandi. 12. febrúar 2008 17:10 Annþór handrukkari handtekinn í tengslum við hraðsendingasmygl Lögreglan handtók nú síðdegis handrukkarann alkunna Annþór Kristján Karlsson fyrir utan Leifsstöð í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni. Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir og Tómas Kristjánsson, sem starfaði hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS, hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í lok síðustu viku. 30. janúar 2008 17:23 Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssonum hefur veri sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna en dómari féllst ekki á það. 22. febrúar 2008 19:04 Rannsókn á flótta Annþórs lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson slapp úr fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra greinargerð um málið. 26. febrúar 2008 12:50 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir bræðrum Í dag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reyjaness krafa lögreglunnar á Suðurnesjum um að tveir bræður, Jóhannes Páll og Ari Sigurðarsynir, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 11. febrúar 2008 16:42 Grunaðir smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Tveir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni. 1. febrúar 2008 16:13 Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri. 15. febrúar 2008 15:18 Enginn starfsmaður lögreglunnar aðstoðaði Annþór Ekki er grunur um að starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi komið að flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangelsi á föstudag með refsiverðum hætti. 20. febrúar 2008 15:14 Rannsókn á flótta Annþórs stendur enn yfir Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, stendur rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson strauk úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn síðasta ennþá yfir. Engrar yfirlýsingar er að vænta um málið í dag. 19. febrúar 2008 16:12 Annþór neitar sök í hraðsendingarmálinu Hraðsendingarmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæran er sett fram í tveimur liðum, annarsvegar er sameiginlegur kafli fyrir þá fjóra sem ákærðir eru og hins vegar eru sér kaflar fyrir hvern og einn hinna ákærðu. Annþór Kristján Karlsson neitaði í morgun sök í báðum liðum. Ari Gunnarsson, játar í báðum liðum og Jóhannes Páll bróðir hans viðurkennir að hafa miðlað upplýsingum. Hann segist hins vegar ekki hafa komið að skipulagningu smyglsins. Tómas Kristjánsson neitar sök í báðum liðum líkt og Annþór. 29. maí 2008 09:50 Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ. 15. febrúar 2008 20:06 Annþór hoppaði niður af annarri hæð og strauk „Hann braut öryggisgler í glugga á ganginum og hoppaði niður af annarri hæð,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um flótta handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Annþór átti að koma fyrir dómara seinna í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag. 15. febrúar 2008 10:27 Bræðurnir segja Annþór hafa skipulagt smyglið Ari Gunnarsson annar bræðranna í Hraðsendingarmálinu svokalla, brast í grát þegar hann bar vitni í málinu í dag. Honum og þremur öðrum er gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 4,6 kílóum á amfetamíni og nærri 600 gömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Ari og bróðir hans, Jóhannes, bera báðir að Annþór Kristján Karlsson hafi verið skipuleggjandi smyglsins og sá sem fjármagnaði fíkniefnakaupin. Þeir bræður segjast aðeins hafa verið milligöngumenn á milli Annþórs og Tómasar Kristjánssonar sem starfaði hjá hraðsendingarfyrirtækinu UPS en efnin voru send með hraðsendingu á vegum þess. 3. júní 2008 11:20 Annþór í gæsluvarðhald til 15. febrúar Annþór Kristján Karlsson var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar fí tengslum við rannsókn á svokölluðu hraðsendingarsmyglmáli. 31. janúar 2008 15:15 Lögreglan gerði húsleit á skrifstofu í fjármálaráðuneytinu 28. janúar 2008 18:47 Annþór fannst inni í fataskáp Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. 15. febrúar 2008 18:48 Ákærður fyrir að borga nærri tvær milljónir í þóknun fyrir dópsmygl Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. 27. maí 2008 13:29 UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarþjónustunnar var framlengt um tvær vikur í dag. 8. febrúar 2008 16:59 Segist einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn Annþór Kristján Karlsson sem sat í einangrun vegna svokallaðs UPS smyglmáls neitar að hafa komið nálægt innflutningi á fíkniefnunum. Samkvæmt heimildum Vísis segist hann við yfirheyrslur einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn sem handtekinn var vegna málsins. 14. mars 2008 16:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygli í svokölluðu hraðsendingarmáli. Þrír samverkamenn hans voru einnig sakfelldir samkvæmt ákæru. Samkvæmt ákæru var Annþóri og félögum hans, Tómasi Kristjánssyni og bræðrunum Ara og Jóhannesi Páli Gunnarssonum, gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á rúmlega 4,6 kílóum af amfetamíni og nærri 600 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Efnin voru flutt til landsins með hraðsendingarfyrirtækinu UPS, þar sem Tómas starfaði, og fundu lögregla og tollur þau 15. nóvember í bifreið fyrirtækisins fyrir utan húsnæði þess á Keflavíkurflugvelli. Við þingfestingu neitaði Annþór sök og sömuleiðis Tómas en bræðurnir viðurkenndu aðild að málinu. Hlaut Tómas tveggja og hálfs árs dóm en bræðurnir eitt og hálft ár hvor. Tómas hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Hvorki Annþór né lögmaður hans hafa séð dóminn og verður ákvörðun um áfrýjun ekki tekin fyrr en eftir helgi. Annþór var einnig ákærður fyrir vörslu 90 gramma af amfetamíni sem lögregla fann á heimili hans þegar hann var handtekinn í tengslum við hraðsendingarmálið. Hann var sýknaður af þeirri ákæru þar sem annar maður gaf sig fram og sagðist eigandi þeirra. Sá verður ákærður fyrir vörslu efnanna.
Tengdar fréttir Bræður flæktir í fíkniefnasmygl Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að smygli á um fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni, er samkvæmt heimildum Vísis yngri bróðir starfsmanns fjármálaráðuneytisins sem einnig er í varðhaldi. 27. janúar 2008 21:43 Frásögn af flótta Annþórs vakti kátínu í réttarsal Annþór Kristján Karlsson bar vitni í hraðsendingarmálinu í dag en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Annþór neitar sök en hann er ákærður fyrir að fjármagna og skipuleggja smygl á miklu magni fíkniefna til landsins. 3. júní 2008 13:06 Einn hinna grunuðu vann hjá hraðsendingafyrirtækinu sem flutti dópið Einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað inn 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni með hraðsendingu var starfsmaður fyrirtækisins sem mennirnir notuðu til að koma efnunum til landsins. Rannsókn lögreglu hefur verið afar viðamikil en talið er að málið tengist stórum smyglhring. 27. janúar 2008 18:37 Annþór var á reynslulausn og er á leið í grjótið á ný AnnÞór Kristján Karlsson sem handtekinn var í gær grunaður um aðild sína að smygli á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni, var á reynslulausn vegna eldri brota og þarf nú væntanlega að sitja það af sér. Hann hlaut þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu. 31. janúar 2008 11:23 UPS-maður áfram í gæsluvarðhaldi og Annþór í afplánun Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni sem handtekinn var í tengslum við svokallað hraðsendingarmál var framlengt til 18. apríl í dag. Hann sat í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag en var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. 7. mars 2008 15:54 UPS-smyglið staðið yfir síðan 2005 Í gögnum sem lögregla hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt kemur fram að grunur leiki á að hraðsendingarsmyglið sem upp komst á Keflavíkurflugvelli í nóvember hafi staðið yfir síðan á vormánuðum 2005. 13. mars 2008 10:37 Annþór býður í afmæli - löggan leitar að staðnum Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson sem lögreglan leitar nú eftir að hann strauk úr fangaklefa við Hverfisgötu í morgun, hefur boðið til síðbúinnar afmælisveislu í kvöld. 15. febrúar 2008 14:40 Enn fást engin svör um flótta Annþórs Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag. 20. febrúar 2008 10:32 Hafði unnið hjá UPS í þrjú ár “Ég lít þetta mál afar alvarlegum augum og mun fylgjast grannt með rannsókn lögreglu eftir því sem henni miðar áfram. En á meðan henni er ekki lokið get ég ekki tjáð mig frekar,” segir Sigþór Skúlason, framkvæmdastjóri UPS á Íslandi, en starfsmaður fyrirtækisins er einn þeirra þriggja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um hafa reynt að smygla 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins. 28. janúar 2008 11:01 Annþór fannst í Mosfellsbæ Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu. 15. febrúar 2008 18:00 Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum fíkniefnasmyglurum Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bræðrunum Ara Gunnarssyni og Jóhannesi Páli Gunnarssyni til 22. febrúar næstkomandi. 12. febrúar 2008 17:10 Annþór handrukkari handtekinn í tengslum við hraðsendingasmygl Lögreglan handtók nú síðdegis handrukkarann alkunna Annþór Kristján Karlsson fyrir utan Leifsstöð í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni. Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir og Tómas Kristjánsson, sem starfaði hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS, hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í lok síðustu viku. 30. janúar 2008 17:23 Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssonum hefur veri sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna en dómari féllst ekki á það. 22. febrúar 2008 19:04 Rannsókn á flótta Annþórs lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson slapp úr fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra greinargerð um málið. 26. febrúar 2008 12:50 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir bræðrum Í dag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reyjaness krafa lögreglunnar á Suðurnesjum um að tveir bræður, Jóhannes Páll og Ari Sigurðarsynir, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 11. febrúar 2008 16:42 Grunaðir smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Tveir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni. 1. febrúar 2008 16:13 Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri. 15. febrúar 2008 15:18 Enginn starfsmaður lögreglunnar aðstoðaði Annþór Ekki er grunur um að starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi komið að flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangelsi á föstudag með refsiverðum hætti. 20. febrúar 2008 15:14 Rannsókn á flótta Annþórs stendur enn yfir Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, stendur rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson strauk úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn síðasta ennþá yfir. Engrar yfirlýsingar er að vænta um málið í dag. 19. febrúar 2008 16:12 Annþór neitar sök í hraðsendingarmálinu Hraðsendingarmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæran er sett fram í tveimur liðum, annarsvegar er sameiginlegur kafli fyrir þá fjóra sem ákærðir eru og hins vegar eru sér kaflar fyrir hvern og einn hinna ákærðu. Annþór Kristján Karlsson neitaði í morgun sök í báðum liðum. Ari Gunnarsson, játar í báðum liðum og Jóhannes Páll bróðir hans viðurkennir að hafa miðlað upplýsingum. Hann segist hins vegar ekki hafa komið að skipulagningu smyglsins. Tómas Kristjánsson neitar sök í báðum liðum líkt og Annþór. 29. maí 2008 09:50 Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ. 15. febrúar 2008 20:06 Annþór hoppaði niður af annarri hæð og strauk „Hann braut öryggisgler í glugga á ganginum og hoppaði niður af annarri hæð,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um flótta handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Annþór átti að koma fyrir dómara seinna í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag. 15. febrúar 2008 10:27 Bræðurnir segja Annþór hafa skipulagt smyglið Ari Gunnarsson annar bræðranna í Hraðsendingarmálinu svokalla, brast í grát þegar hann bar vitni í málinu í dag. Honum og þremur öðrum er gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 4,6 kílóum á amfetamíni og nærri 600 gömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Ari og bróðir hans, Jóhannes, bera báðir að Annþór Kristján Karlsson hafi verið skipuleggjandi smyglsins og sá sem fjármagnaði fíkniefnakaupin. Þeir bræður segjast aðeins hafa verið milligöngumenn á milli Annþórs og Tómasar Kristjánssonar sem starfaði hjá hraðsendingarfyrirtækinu UPS en efnin voru send með hraðsendingu á vegum þess. 3. júní 2008 11:20 Annþór í gæsluvarðhald til 15. febrúar Annþór Kristján Karlsson var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar fí tengslum við rannsókn á svokölluðu hraðsendingarsmyglmáli. 31. janúar 2008 15:15 Lögreglan gerði húsleit á skrifstofu í fjármálaráðuneytinu 28. janúar 2008 18:47 Annþór fannst inni í fataskáp Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. 15. febrúar 2008 18:48 Ákærður fyrir að borga nærri tvær milljónir í þóknun fyrir dópsmygl Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. 27. maí 2008 13:29 UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarþjónustunnar var framlengt um tvær vikur í dag. 8. febrúar 2008 16:59 Segist einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn Annþór Kristján Karlsson sem sat í einangrun vegna svokallaðs UPS smyglmáls neitar að hafa komið nálægt innflutningi á fíkniefnunum. Samkvæmt heimildum Vísis segist hann við yfirheyrslur einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn sem handtekinn var vegna málsins. 14. mars 2008 16:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Bræður flæktir í fíkniefnasmygl Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að smygli á um fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni, er samkvæmt heimildum Vísis yngri bróðir starfsmanns fjármálaráðuneytisins sem einnig er í varðhaldi. 27. janúar 2008 21:43
Frásögn af flótta Annþórs vakti kátínu í réttarsal Annþór Kristján Karlsson bar vitni í hraðsendingarmálinu í dag en aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Annþór neitar sök en hann er ákærður fyrir að fjármagna og skipuleggja smygl á miklu magni fíkniefna til landsins. 3. júní 2008 13:06
Einn hinna grunuðu vann hjá hraðsendingafyrirtækinu sem flutti dópið Einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað inn 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni með hraðsendingu var starfsmaður fyrirtækisins sem mennirnir notuðu til að koma efnunum til landsins. Rannsókn lögreglu hefur verið afar viðamikil en talið er að málið tengist stórum smyglhring. 27. janúar 2008 18:37
Annþór var á reynslulausn og er á leið í grjótið á ný AnnÞór Kristján Karlsson sem handtekinn var í gær grunaður um aðild sína að smygli á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni, var á reynslulausn vegna eldri brota og þarf nú væntanlega að sitja það af sér. Hann hlaut þriggja ára dóm fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann barði rúmliggjandi mann til óbóta með kylfu. 31. janúar 2008 11:23
UPS-maður áfram í gæsluvarðhaldi og Annþór í afplánun Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni sem handtekinn var í tengslum við svokallað hraðsendingarmál var framlengt til 18. apríl í dag. Hann sat í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag en var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. 7. mars 2008 15:54
UPS-smyglið staðið yfir síðan 2005 Í gögnum sem lögregla hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt kemur fram að grunur leiki á að hraðsendingarsmyglið sem upp komst á Keflavíkurflugvelli í nóvember hafi staðið yfir síðan á vormánuðum 2005. 13. mars 2008 10:37
Annþór býður í afmæli - löggan leitar að staðnum Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson sem lögreglan leitar nú eftir að hann strauk úr fangaklefa við Hverfisgötu í morgun, hefur boðið til síðbúinnar afmælisveislu í kvöld. 15. febrúar 2008 14:40
Enn fást engin svör um flótta Annþórs Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag. 20. febrúar 2008 10:32
Hafði unnið hjá UPS í þrjú ár “Ég lít þetta mál afar alvarlegum augum og mun fylgjast grannt með rannsókn lögreglu eftir því sem henni miðar áfram. En á meðan henni er ekki lokið get ég ekki tjáð mig frekar,” segir Sigþór Skúlason, framkvæmdastjóri UPS á Íslandi, en starfsmaður fyrirtækisins er einn þeirra þriggja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um hafa reynt að smygla 5 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins. 28. janúar 2008 11:01
Annþór fannst í Mosfellsbæ Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu. 15. febrúar 2008 18:00
Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum fíkniefnasmyglurum Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bræðrunum Ara Gunnarssyni og Jóhannesi Páli Gunnarssyni til 22. febrúar næstkomandi. 12. febrúar 2008 17:10
Annþór handrukkari handtekinn í tengslum við hraðsendingasmygl Lögreglan handtók nú síðdegis handrukkarann alkunna Annþór Kristján Karlsson fyrir utan Leifsstöð í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni. Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir og Tómas Kristjánsson, sem starfaði hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS, hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í lok síðustu viku. 30. janúar 2008 17:23
Bræðrunum sleppt - UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Bræðrunum Jóhannesi Páli og Ara Gunnarssonum hefur veri sleppt úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna en dómari féllst ekki á það. 22. febrúar 2008 19:04
Rannsókn á flótta Annþórs lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson slapp úr fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur sent Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra greinargerð um málið. 26. febrúar 2008 12:50
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir bræðrum Í dag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reyjaness krafa lögreglunnar á Suðurnesjum um að tveir bræður, Jóhannes Páll og Ari Sigurðarsynir, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 11. febrúar 2008 16:42
Grunaðir smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi Tveir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni. 1. febrúar 2008 16:13
Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri. 15. febrúar 2008 15:18
Enginn starfsmaður lögreglunnar aðstoðaði Annþór Ekki er grunur um að starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi komið að flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangelsi á föstudag með refsiverðum hætti. 20. febrúar 2008 15:14
Rannsókn á flótta Annþórs stendur enn yfir Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, stendur rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson strauk úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn síðasta ennþá yfir. Engrar yfirlýsingar er að vænta um málið í dag. 19. febrúar 2008 16:12
Annþór neitar sök í hraðsendingarmálinu Hraðsendingarmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæran er sett fram í tveimur liðum, annarsvegar er sameiginlegur kafli fyrir þá fjóra sem ákærðir eru og hins vegar eru sér kaflar fyrir hvern og einn hinna ákærðu. Annþór Kristján Karlsson neitaði í morgun sök í báðum liðum. Ari Gunnarsson, játar í báðum liðum og Jóhannes Páll bróðir hans viðurkennir að hafa miðlað upplýsingum. Hann segist hins vegar ekki hafa komið að skipulagningu smyglsins. Tómas Kristjánsson neitar sök í báðum liðum líkt og Annþór. 29. maí 2008 09:50
Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ. 15. febrúar 2008 20:06
Annþór hoppaði niður af annarri hæð og strauk „Hann braut öryggisgler í glugga á ganginum og hoppaði niður af annarri hæð,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um flótta handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Annþór átti að koma fyrir dómara seinna í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag. 15. febrúar 2008 10:27
Bræðurnir segja Annþór hafa skipulagt smyglið Ari Gunnarsson annar bræðranna í Hraðsendingarmálinu svokalla, brast í grát þegar hann bar vitni í málinu í dag. Honum og þremur öðrum er gefið að sök stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 4,6 kílóum á amfetamíni og nærri 600 gömmum af kókaíni frá Þýskalandi. Ari og bróðir hans, Jóhannes, bera báðir að Annþór Kristján Karlsson hafi verið skipuleggjandi smyglsins og sá sem fjármagnaði fíkniefnakaupin. Þeir bræður segjast aðeins hafa verið milligöngumenn á milli Annþórs og Tómasar Kristjánssonar sem starfaði hjá hraðsendingarfyrirtækinu UPS en efnin voru send með hraðsendingu á vegum þess. 3. júní 2008 11:20
Annþór í gæsluvarðhald til 15. febrúar Annþór Kristján Karlsson var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar fí tengslum við rannsókn á svokölluðu hraðsendingarsmyglmáli. 31. janúar 2008 15:15
Annþór fannst inni í fataskáp Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. 15. febrúar 2008 18:48
Ákærður fyrir að borga nærri tvær milljónir í þóknun fyrir dópsmygl Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. 27. maí 2008 13:29
UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarþjónustunnar var framlengt um tvær vikur í dag. 8. febrúar 2008 16:59
Segist einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn Annþór Kristján Karlsson sem sat í einangrun vegna svokallaðs UPS smyglmáls neitar að hafa komið nálægt innflutningi á fíkniefnunum. Samkvæmt heimildum Vísis segist hann við yfirheyrslur einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn sem handtekinn var vegna málsins. 14. mars 2008 16:17