Annþór fannst inni í fataskáp 15. febrúar 2008 18:48 Annþór Kristján Karlsson. Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. Annþór var handtekinn á afmælisdaginn sinn þann 1. febrúar síðastliðinn og var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Var það í tengslum við hraðsendingarsmyglmálið svokallaða. Það mál tengist smygli á 4,6 kg af amfetamíni og rúmum 600 grömmum á kókaíni. Hann hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni í tvær vikur en var færður í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu seinni partinn í gær. Ætlunin var að yfirheyra Annþór rétt eftir hádegi í dag og í kjölfarið átti að ákveða hvort fara ætti fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir honum. Annþór hafði því ekki verið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu nema í rétt rúman hálfan sólarhring þegar hann lét til skara skríða. Fangaklefi hans var opinn í nótt en hann var á gangi sem er á efstu hæð lögreglustöðvarinnar og fór Annþór út um glugga á þeirri hæð. Hann var einungis klæddur í hvítan bol, gallabuxur og strigaskó þegar hann lét sig hverfa. Braut hann rúðuna í glugganum og hafði orðið sér út um kaðal sem hann fann inni í geymslu rétt áður. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns virðist hann hafa komist eitthvað áleiðis í kaðlinum en greinilegt er að hann hefur hoppað úr talsverðri hæð. Ekki er vitað hvenær uppgötvaðist um hvarf Annþórs en hann er talinn hafa strokið um klukkan fimm í morgun. Lögreglan lýsti fyrst eftir Annþóri klukkan rúmlega tíu í morgun. Mikil leit fór þá í gang og lýstu fjölmiðlar eftir Annþóri en flugvellir og hafnir voru vaktaðar. Margar vísbendingar bárust og sögðu sumar þeirra að sést hefði til hans bæði á Reyðarfirði og í Skotlandi. Einnig fréttist af honum vafrandi á Netinu en hann var skráður inn á Myspace-heimasíðu sína af og til í dag. Síðast var hann þar inni um hálffimm leytið. Þar á hann að hafa auglýst afmælisveislu í kvöld á ótilgreindum stað. Einnig auglýsti hann eftir afnot af íbúð í nokkra daga. Annþór fór þó aldrei lengra út fyrir höfuðborgina en upp í Mosfellsbæ því hann fannst í íbúðarhúsnæði í bænum rúmum tólf tímum eftir að hann stökk út um gluggann á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Karlmaður og kona sem handtekinn voru í dag vegna gruns um að þau hefðu aðstoðað annþór við flóttann voru látin laus eftir yfirheyrslur í dag. Karlmaður, sem handtekinn var í húsinu í Mosfellsbæ með Annþóri, er enn í gæslu lögreglunnar. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma. Annþór var handtekinn á afmælisdaginn sinn þann 1. febrúar síðastliðinn og var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Var það í tengslum við hraðsendingarsmyglmálið svokallaða. Það mál tengist smygli á 4,6 kg af amfetamíni og rúmum 600 grömmum á kókaíni. Hann hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni í tvær vikur en var færður í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu seinni partinn í gær. Ætlunin var að yfirheyra Annþór rétt eftir hádegi í dag og í kjölfarið átti að ákveða hvort fara ætti fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir honum. Annþór hafði því ekki verið á lögreglustöðinni við Hverfisgötu nema í rétt rúman hálfan sólarhring þegar hann lét til skara skríða. Fangaklefi hans var opinn í nótt en hann var á gangi sem er á efstu hæð lögreglustöðvarinnar og fór Annþór út um glugga á þeirri hæð. Hann var einungis klæddur í hvítan bol, gallabuxur og strigaskó þegar hann lét sig hverfa. Braut hann rúðuna í glugganum og hafði orðið sér út um kaðal sem hann fann inni í geymslu rétt áður. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns virðist hann hafa komist eitthvað áleiðis í kaðlinum en greinilegt er að hann hefur hoppað úr talsverðri hæð. Ekki er vitað hvenær uppgötvaðist um hvarf Annþórs en hann er talinn hafa strokið um klukkan fimm í morgun. Lögreglan lýsti fyrst eftir Annþóri klukkan rúmlega tíu í morgun. Mikil leit fór þá í gang og lýstu fjölmiðlar eftir Annþóri en flugvellir og hafnir voru vaktaðar. Margar vísbendingar bárust og sögðu sumar þeirra að sést hefði til hans bæði á Reyðarfirði og í Skotlandi. Einnig fréttist af honum vafrandi á Netinu en hann var skráður inn á Myspace-heimasíðu sína af og til í dag. Síðast var hann þar inni um hálffimm leytið. Þar á hann að hafa auglýst afmælisveislu í kvöld á ótilgreindum stað. Einnig auglýsti hann eftir afnot af íbúð í nokkra daga. Annþór fór þó aldrei lengra út fyrir höfuðborgina en upp í Mosfellsbæ því hann fannst í íbúðarhúsnæði í bænum rúmum tólf tímum eftir að hann stökk út um gluggann á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Karlmaður og kona sem handtekinn voru í dag vegna gruns um að þau hefðu aðstoðað annþór við flóttann voru látin laus eftir yfirheyrslur í dag. Karlmaður, sem handtekinn var í húsinu í Mosfellsbæ með Annþóri, er enn í gæslu lögreglunnar.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira