Innlent

UPS maðurinn áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni starfsmanni UPS hraðsendingarþjónustunnar var framlengt um tvær vikur í dag.

Tómas var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við innflutning á tæpum fimm kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni.

Gæsluvarðhaldið rann út í dag en var í kjölfarið framlengt um tvær vikur.

Bræðurnir Ari Gunnarsson og Jóhannes Páll Gunnarsson sem einnig voru handteknir vegna málsins sitja áfram í gæsluvarðhaldi sem rennur út á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×