Innlent

Annþór í gæsluvarðhald til 15. febrúar

Annþór Kristján Karlsson.
Annþór Kristján Karlsson.

Annþór Kristján Karlsson var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar fí tengslum við rannsókn á svokölluðu hraðsendingarsmyglmáli.

Eins og Vísir greindi frá fyrstur allra miðla þá var Annþór handtekinn við Leifsstöð í gær. Í kjölfarið var gerð húsleit heima hjá Annþóri þar sem meðal annars fundust ætluð fíkniefni. Annþór var því úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann hefur þegar kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Hraðsendingarsmyglmálið snýst um smygl á 4,6 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni. Málið teygir anga sína inn í Fjármálaráðuneytið en þar var gerð húsleit í kjölfar handtöku eins starfsmanns þar.

Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir hafa verið handteknir sem og æskufélagi þeirra Tómas Kristjánsson, starfsmaður hraðsendingarfyrirtækisins UPS.

Ekki er vitað hvernig Annþór tengist málinu en hann er einn þekktasti handrukkari landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×