Erlent

Þagnarskylda Guantanamo fanga runnin út

Þagnaskylda sem lögð var á fyrsta og eina Guantanamo fangann sem dæmdur hefur verið fyrir hryðjuverk er runnin út.

Ástralinn David Hicks, sem handsamaður var í Afganistan á meðal Talebana árið 2001 játaði brot sín eftir fimm ára fangelsi í Guantananamo. Hann var síðan fluttur til Ástralíu þar sem hann afplánaði níu mánuði áður en honum var sleppt.

Þegar Hicks var framseldur til Ástralíu var það krafa Bandaríkjamanna að hann myndi ekkert tjá sig um vist sína í fangelsinu. Sá tími liðinn og keppast fjölmiðlar við að bjóða í frásögn Ástralans af veru sinni í Guantanamo fangelsinu illræmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×