Innlent

Alvarlega slasaður sjómaður fluttur í land með þyrlu

Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í íslenskum togara á Selvogsbanka undir kvöld í gærkvöldi þegar eitthvað fór úrskeiis og hann fékk mikið högg á kviðinn. Við það hlaut hann innvortis blæðingar.

Eftir samráð við lækni í landi var ákveðið að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar við að sækja sjómanninn með þyrlu, og gekk það vel. Hann var lagður inn á Slysadeild Landsspítalans og gekkst undir aðgerð í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×