Innlent

Sturla Böðvarsson hvetur Sjálfstæðismenn til að byggja samgöngumiðstöð

Sturla Böðvarsson. Mynd/ GVA.
Sturla Böðvarsson. Mynd/ GVA.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segir aðstæður á Reykjavíkurflugvelli algörlega óviðunandi. Hann er óhress með framtaksleysi flokksbræðra sinna í Reykjavík og hvetur þá til að bjóða samgöngumiðstöð út sem allra fyrst.

Þrjú ár eru síðan að þáverandi borgarstjóri Steinunn Valdís Óskarsdóttir og þáverandi samgönguráðherra Sturla Böðvarsson undirrituðu samkomulag um samgöngumiðstöð sem rísa skyldi í Vatnsmýrinni. síðan hefur lítið þokast en málið strandar á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík sem hafa ekki samþykkt lóð undir miðstöðina. Sturla sem er leiðtogi Sjálfstæðismanna í norðvestur kjördæmi er mjög óhress með að ekki skuli vera búið að bjóða samgöngumiðstöðina út.

Hann segir aðstæður á Reykjavíkurflugvelli óviðundandi og í raun sé ekki eftir neinu að bíða. Búið sé að samþykkja að reisa samgöngumiðstöð á staðnum, málið strandi hins vegar á borgaryfirvöldum.

Sturlu finnst hugmyndir flokkssystkina sinna um bráðabirgðarflugstöð í Vatnsmýsinni fráleitar. Hann er óánægður með seinagang þeirra og hvetur þau til að flýta útboði á samgöngumiðstöðinni svo hún geti orðið að veruleika sem allra, allra fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×