Innlent

Trúnaðarbrestur á milli kaupmanna og kjörinna fulltrúa

Frank Michelsen úrsmíðameistari hefur sagt sig úr stjórn Miðborgar Reykjavíkur.

Í yfirlýsingu kveðst hann mjög óánægður með framgöngu borgarfulltrúa í málefnum miðborgarinnar og kveðst ásamt fleirum kaupmönnum telja þeim, sem eigi lífsafkomu sína undir að rétt sé á málum haldið í miðborginni, hafi verið fórnað í pólítískum hráskinnsleik stjórnmálanna sem hverri annari skiptimynt.

Segir Frank Michelsen að alger trúnaðarbrestur sé á milli kaupmanna í miðborginni og pólítískra fulltrúa sem kjörnir hafi verið með fögur fyrirheit á vör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×