Innlent

Vélhjólamaður slasaðist í minningarakstri

Bifhjólaslys varð á Kringlumýrarbraut við Háaleitisbraut á níunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu vildi slysið þannig til að hópur fólks var í minningarakstri til þess að minnast mannsins sem lést í bifhjólaslysi á Kringlumýrarbrautinni 21. mars síðastliðinn.

Ekki fór betur en svo að ökumaður bifhjóls skall á bifreið með þeim afleiðingum að hann slasaðist nokkuð og var fluttur á slysadeild. Hann mun þó ekki alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×