Innlent

Segja mann hafa komið sjálfviljugan upp í bílinn

MYND/GVA

Allir fjórir mennirnir sem komu við sögu í því sem vitni lýstu sem mannráni í Breiðholti í nótt staðhæfðu við yfirheyrslur í nótt að maðurinn sem um ræðir hafi komið sjálfviljugur upp í bílinn til þeirra en ekki verið hrint inn í hann eins og vitni segja.

Þeir þekkjast allir og snýst málið um skuld mannsins sem átti að hafa verið rænt við einhvern hinna mannanna þriggja sem voru í bílnum. Mönnunum hefur verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×