Innlent

Bjargað úr sjálfheldu í Esjunni

Við rætur Esjunnar Göngumennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar.
Við rætur Esjunnar Göngumennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar. Vísir/Arnþór
Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg sóttu í gær tvo erlenda ferðamenn sem voru í sjálfheldu í Þverfellshorni í hlíðum Esjunnar.

Um klukkan tvö í gær barst Neyðarlínunni símtal frá mönnunum og voru björgunarsveitir þá sendar á vettvang. Hjálmar Örn Guðmarsson, í svæðisstjórn björgunarsveitanna, segir að mennirnir hafi verið þokkalega búnir en ekki treyst sér niður vegna mikillar hálku. Alls voru 24 björgunarsveitarmenn kallaðir út. Fór hluti þeirra upp til mannanna og liðsinnti þeim niður úr sjálfheldunni og að bílum sem óku þeim niður á bílastæði. Voru mennirnir kaldir en ekkert amaði að þeim að öðru leyti. Aðgerðum lauk um klukkan hálf fimm. -ovd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×