Innlent

Karlmaður lést í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í vélsleðaslysi á Fjarðarheiði í grennd við Egilsstaði á sjötta tímanum í kvöld.

Maðurinn fór á vélsleða fram af snjóhengju á Fjarðarheiði og endaði niður í gili. Nánar er ekki vitað um tildrög slyssins. Þegar læknir kom á staðinn var maðurinn þegar látinn.

Fleiri snjósleðamenn voru með í för en maðurinn var einn á sleðanum. - sgj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×