Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó 31. janúar 2007 15:57 Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu. Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira