Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar Andri Ólafsson skrifar 4. október 2007 13:28 MYND/Vilhelm Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. Þessi 40% voru þegar fillipseyski hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag metin á um 56 milljarða króna. REI hefur skuldbundið sig til þess að kaupa um 45% af þessum hlut. Fjárfesting REI verður því, ef allt gengur eftir um 25 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að um 95% hluta í eigu Reykjavíkurborgar, á 35,5% í REI og kemur því til með að leggja til rúmlega 9,5 milljarða króna í verkefnið. Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að PNOC-EDC seljist á markaðsvirði. Rúmlega 20 kaupendur eru með í spilinu og því óhætt að gera ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði hærra. Og hlutur Reykvíkinga í dæminu meiri. Aðspurður um þessa miklu fjárfestingu borgarbúa sagðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ekki vera með allar tölur málsins á hreinu og benti á Guðmund Þóroddsson annan forstjóra REI. Vilhjálmur var hins vegar þess fullviss að REI myndi auka verðgildi sitt og Orkuveitunnar með fjárfestingum sínum erlendis. Guðmundur Þóroddson forstjóri REI staðfesti að fyrirtækið væri þáttakandi í umræddu útboði en vildi ekki staðfesta þær tölur sem Vísir bar upp á hann. Þær tölur eru fengnar frá Kauphöllinni á Fillipseyjum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem Vísir ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um þessa fjárfestingu en frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að þeir séu ekki á eitt sáttir með útrásar- og fjárfestingastefnu Orkuveitunnar. Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í REI er erlendis og því náðist ekki í hann vegna málsins. Núverandi forseti Filipseyja, Gloria Arroyo, hefur verið ásökuð um spillingu og kosningasvindl síðan hún komst til valda árið 2001. Valdarán eru tíð í landinu og var síðast reynt að steypa stjórninn af kolli í mars á síðasta ári. Þá hafa stjórnvöld átt í átökum við hryðjuverkahópa í suðurhluta landsins. Sérfræðingar sem Vísir ræddi við sögðu að þrátt fyrir ágætan vöxt efnahags landsins síðustu ár sé viðskiptaumhverfið á þar í landi alls ekki eins öruggt og best verður á kosið. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. Þessi 40% voru þegar fillipseyski hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag metin á um 56 milljarða króna. REI hefur skuldbundið sig til þess að kaupa um 45% af þessum hlut. Fjárfesting REI verður því, ef allt gengur eftir um 25 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að um 95% hluta í eigu Reykjavíkurborgar, á 35,5% í REI og kemur því til með að leggja til rúmlega 9,5 milljarða króna í verkefnið. Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að PNOC-EDC seljist á markaðsvirði. Rúmlega 20 kaupendur eru með í spilinu og því óhætt að gera ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði hærra. Og hlutur Reykvíkinga í dæminu meiri. Aðspurður um þessa miklu fjárfestingu borgarbúa sagðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ekki vera með allar tölur málsins á hreinu og benti á Guðmund Þóroddsson annan forstjóra REI. Vilhjálmur var hins vegar þess fullviss að REI myndi auka verðgildi sitt og Orkuveitunnar með fjárfestingum sínum erlendis. Guðmundur Þóroddson forstjóri REI staðfesti að fyrirtækið væri þáttakandi í umræddu útboði en vildi ekki staðfesta þær tölur sem Vísir bar upp á hann. Þær tölur eru fengnar frá Kauphöllinni á Fillipseyjum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem Vísir ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um þessa fjárfestingu en frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að þeir séu ekki á eitt sáttir með útrásar- og fjárfestingastefnu Orkuveitunnar. Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í REI er erlendis og því náðist ekki í hann vegna málsins. Núverandi forseti Filipseyja, Gloria Arroyo, hefur verið ásökuð um spillingu og kosningasvindl síðan hún komst til valda árið 2001. Valdarán eru tíð í landinu og var síðast reynt að steypa stjórninn af kolli í mars á síðasta ári. Þá hafa stjórnvöld átt í átökum við hryðjuverkahópa í suðurhluta landsins. Sérfræðingar sem Vísir ræddi við sögðu að þrátt fyrir ágætan vöxt efnahags landsins síðustu ár sé viðskiptaumhverfið á þar í landi alls ekki eins öruggt og best verður á kosið.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira