Torfusamtökin þinga 4. október 2007 06:00 Torfusamtökin efna til opins fundar um Laugaveginn í Iðnó á laugardag. Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira