Jónas áfram formaður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 18:45 Jónas Garðarsson. MYND/Pjetur Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær. Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni. Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær. Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni. Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira