Viðurkennir aðild að bókhaldsbroti 22. febrúar 2007 12:04 Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi við yfirheyrslur í morgun að hafa stuðlað að bókhaldsbroti í Baugsmálinu. Hann hafnar því hins vegar að upphaf Baugsmálsins megi rekja til kvennamála eins og Baugsmenn hafi haldið fram. Þvert á móti mætti rekja það til vanefnda á samningum en mælirinn hefði orðið fullur þegar Jón Ásgeir hefði stigið í vænginn við eiginkonu hans. Jón Gerald Sullenberger er þriðji og síðasti sakborningurinn sem yfirheyrður er í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Jóni Gerald er er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Jón Gerald viðurkenndi fyrir dómi í morgun að hafa útbúið reikninginn en það hefði verið að beiðni Tryggva Jónssonar. Hins vegar hafnaði Jón Gerald því í morgun að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til kvennamála eins og haldið hefði verið fram af hálfu Baugsmanna við réttarhöldin. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi. Skýrsla verður tekin af Jóni Gerald í dag og á morgun en hlé verður gert á skýrslutökunni um tíma í dag þegar lokið verður við að yfirheyra Jón Ásgeir Jóhannesson en dómari stöðvaði yfirheyrslur yfir honum í síðustu viku áður en settur saksóknari hafði lokið að spyrja út í málið. Baugsmálið Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi við yfirheyrslur í morgun að hafa stuðlað að bókhaldsbroti í Baugsmálinu. Hann hafnar því hins vegar að upphaf Baugsmálsins megi rekja til kvennamála eins og Baugsmenn hafi haldið fram. Þvert á móti mætti rekja það til vanefnda á samningum en mælirinn hefði orðið fullur þegar Jón Ásgeir hefði stigið í vænginn við eiginkonu hans. Jón Gerald Sullenberger er þriðji og síðasti sakborningurinn sem yfirheyrður er í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Jóni Gerald er er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Jón Gerald viðurkenndi fyrir dómi í morgun að hafa útbúið reikninginn en það hefði verið að beiðni Tryggva Jónssonar. Hins vegar hafnaði Jón Gerald því í morgun að Baugsmálið ætti rætur sínar að rekja til kvennamála eins og haldið hefði verið fram af hálfu Baugsmanna við réttarhöldin. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi. Skýrsla verður tekin af Jóni Gerald í dag og á morgun en hlé verður gert á skýrslutökunni um tíma í dag þegar lokið verður við að yfirheyra Jón Ásgeir Jóhannesson en dómari stöðvaði yfirheyrslur yfir honum í síðustu viku áður en settur saksóknari hafði lokið að spyrja út í málið.
Baugsmálið Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira