Little Britain og Simon Cowell á Baugsdegi í Mónakó 17. maí 2007 13:00 Jón Ásgeir Jóhannesson tók þátt í sérstakri útgáfu af X-Factor sem sýndur var á Baugsdeginum í Mónakó. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira