Little Britain og Simon Cowell á Baugsdegi í Mónakó 17. maí 2007 13:00 Jón Ásgeir Jóhannesson tók þátt í sérstakri útgáfu af X-Factor sem sýndur var á Baugsdeginum í Mónakó. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tók þátt í sérstakri grínútgáfu af X-Factor-þætti sem sýndur var starfsfólki á Baugsdeginum sem nú fer fram í Mónakó. Jón Ásgeir söng Stál og hníf Bubba Morthens fyrir hinn breska Simon Cowell, sem svo gaf honum einkunn fyrir frammistöðuna. Fjölmargir starfsmenn Baugs eru nú staddir í Mónakó á árlegum Baugsdegi. Haldið var út á þriðjudag og snýr hópurinn aftur heim í dag. Baugsdagurinn, sem reyndar teygir sig yfir þrjá daga, er blanda af fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Þarna mæta bæði starfsmenn Baugs á Íslandi sem og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi. Athygli vakti í fyrra þegar Bill Clinton var gestafyrirlesari á Baugsdeginum. Skipuleggjendur hafa greinilega ákveðið að leggja áherslu á léttari skemmtiatriði í ár. Þannig var boðið upp á myndband í flugvélinni á leið út þar sem stjórnendur Baugs voru í aðalhlutverki. Í myndbandinu voru þeir látnir stjórna flugvélinni með misgóðum árangri. Óvæginn gagnrýnandi Ekki liggur fyrir hvað Simon Cowell fannst um söng Jóns Ásgeirs en ólíklegt má telja að hann hafi farið mjúkum höndum um hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins vöktu tvö atriði sérstaklega mikla athygli og hrifningu meðal Baugsfólksins í Mónakó í gær. Annars vegar var um að ræða áðurnefndan X-Factor-þátt. Þar söng Jón Ásgeir Stál og hníf fyrir Simon Cowell. Ekki hefur fengist staðfest hvaða einkunn Cowell gaf Jóni Ásgeiri en Baugsfólk á staðnum tók afar vel í þessa uppákomu. Auk Jóns Ásgeirs sungu þrír aðrir í þættinum. Óstaðfestar heimildir herma að einn þeirra hafi verið Stefán Hilmarsson fjármálastjóri. Þá var nafn Skarphéðins Bergs Steinarssonar sömuleiðis nefnt. Little Baugur. David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain bjuggu til sérstakan þátt fyrir Baugsfólk. Hann kallaðist Little Baugur. Bresku háðfuglarnir Matt Lucas og David Walliams úr Little Britain tóku einnig þátt í Baugsgríninu. Sýndur var 25 mínútna langur þáttur sem kallaðist Little Baugur. Þeir félagar brugðu sér í öll sín kunnustu gervi, svo sem Vicky Pollard, Daffydd (The Only Gay in the Village), og félagana Lou og Andy. Fjölmargir aðilar tengdir Baugi komu svo fram í aukahlutverkum í þáttunum, til að mynda Jón Ásgeir sjálfur og Hannes Smárason.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira