Sigur Rós til verndar Varmá 16. febrúar 2007 07:15 Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á baráttu- og styrktartónleikunum í kvöld. Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira