Sigur Rós til verndar Varmá 16. febrúar 2007 07:15 Hljómsveitin Sigur Rós kemur fram á baráttu- og styrktartónleikunum í kvöld. Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Baráttu- og styrktartónleikar undir yfirskriftinni Lifi Álafoss! verða haldnir í BaseCamp-verinu í Héðinshúsinu á sunnudagskvöld. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og er takmarkaður miðafjöldi. „Þetta eru tónleikar til styrktar Varmársamtökunum. Það er búið að kæra umhverfisráðherra og það er dýrt að fara í svona mál. Við erum að hjálpa samtökunum í þeirri baráttu," segir Orri Dýrason, trommari Sigur Rósar, sem er meðlimur samtakanna og býr sjálfur í Mosfellsbæ. Orri segir að Sigur Rós ætli að yfirgefa hljóðver sitt, Sundlaugina, ef nýr vegur verður lagður á svæðinu. „Þær forsendur verða þá farnar sem fengu okkur til að koma hingað, næðið og friðurinn. Þetta snýst samt mest um Varmá. Hún er á náttúruminjaskrá og mannvirkið fer þar of nálægt. Af því að það á að gera þennan veg þá þarf að gera nýjan Álafossveg sem verður enn þá nær Varmá. Við viljum að þetta fari í umhverfismat," segir hann. Að sögn Orra voru allir þeir sem koma fram á tónleikunum mjög reiðubúnir til að hjálpa Varmársamtökunum. „Þeir hafa allir unnið hjá okkur í stúdíóinu. Þeir hafa eytt svolitlum tíma hérna uppfrá og þykir vænt um svæðið." Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira