Ísland of lítið fyrir gjafasæðisbanka 24. október 2007 15:03 MYND/Hari Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi.Haft var eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, varaformanni Samtakanna 78, á Vísi í gærkvöld að heppilegt væri ef íslenskur sæðisbanki tæki til starfa, meðal annars út frá mannúðarsjónarmiðum. Það gjafasæði sem notað er í tæknifrjógvanir hér er mestmegnis fengið frá Danmörku en þar er haldið algjörri nafnleynd gagnvart sæðisgjafanum.Íslenskir sæðisgjafar ekki bannaðirÞórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, sem séð hefur um tæknifrjóvganir hér á landi, segir ekkert banna það að íslenskir karlmenn gefi sæði, til að mynda ef það kemur fram beiðni um sæði frá sérstökum gjafa. Slíkar beiðnir hafi verið lagðar fram hér á landi. „Í slíkum tilvikum er kannað hvort gjafinn sé með tiltekna sjúkdóma, þar á meðal alnæmi og lifrarbólgu, og svo er sæðið geymt í hálft ár. Þá er það rannsakað aftur til þess að fá fullvissu fyrir því að sæðið sé ekki sýkt," segir Þórður og bendir á að þetta sé einnig gert í sæðisbönkum erlendis.Aðspurður hvort hægt væri að koma á fót gjafasæðisbanka á Íslandi segir Þórður að samfélagið sé of lítið. Það sé praktískara að kaupa sæði að utan. Þá bendir Þórður enn fremur á að Íslendingar séu svo fáir að ef það ætti að koma á fót banka með nafnlausum gjöfum ykjust líkur á skyldleika milli gjafa og þega.Einhleypar konur mega ekki fara í tæknifrjógvun„Við höfum keypt sýni frá dönskum gjöfum sem eru útlitslega svipaðir íslenskum körlum," segir Þórður aðspurður og hann bendir á að konur geti pantað sæðisgjafa úr þar til gerðum listum. „Þannig er til dæmis hægt að velja á milli sæðis frá ljóshærðum og bláeygum tónlistarmanni og frá dökkhærðum og brúneygðum lækni," segir Þórður.Þórður bendir enn fremur á galla í íslenskri löggjöf sem meinar einhleypum konum að fara í meðferð til þess að verða ófrískar. Samkvæmt lögum þurfi þær að vera í sambúð með konu eða karli. Hins vegar megi konur ættleiða börn. „Það er mikil mótsögn í þessu en það stendur vonandi til að breyta þessu. Það er búið að skipa nefnd til að fara yfir þessi mál og í henni er meðal annars fulltrúi frá okkur," segir Þórður. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi.Haft var eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, varaformanni Samtakanna 78, á Vísi í gærkvöld að heppilegt væri ef íslenskur sæðisbanki tæki til starfa, meðal annars út frá mannúðarsjónarmiðum. Það gjafasæði sem notað er í tæknifrjógvanir hér er mestmegnis fengið frá Danmörku en þar er haldið algjörri nafnleynd gagnvart sæðisgjafanum.Íslenskir sæðisgjafar ekki bannaðirÞórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, sem séð hefur um tæknifrjóvganir hér á landi, segir ekkert banna það að íslenskir karlmenn gefi sæði, til að mynda ef það kemur fram beiðni um sæði frá sérstökum gjafa. Slíkar beiðnir hafi verið lagðar fram hér á landi. „Í slíkum tilvikum er kannað hvort gjafinn sé með tiltekna sjúkdóma, þar á meðal alnæmi og lifrarbólgu, og svo er sæðið geymt í hálft ár. Þá er það rannsakað aftur til þess að fá fullvissu fyrir því að sæðið sé ekki sýkt," segir Þórður og bendir á að þetta sé einnig gert í sæðisbönkum erlendis.Aðspurður hvort hægt væri að koma á fót gjafasæðisbanka á Íslandi segir Þórður að samfélagið sé of lítið. Það sé praktískara að kaupa sæði að utan. Þá bendir Þórður enn fremur á að Íslendingar séu svo fáir að ef það ætti að koma á fót banka með nafnlausum gjöfum ykjust líkur á skyldleika milli gjafa og þega.Einhleypar konur mega ekki fara í tæknifrjógvun„Við höfum keypt sýni frá dönskum gjöfum sem eru útlitslega svipaðir íslenskum körlum," segir Þórður aðspurður og hann bendir á að konur geti pantað sæðisgjafa úr þar til gerðum listum. „Þannig er til dæmis hægt að velja á milli sæðis frá ljóshærðum og bláeygum tónlistarmanni og frá dökkhærðum og brúneygðum lækni," segir Þórður.Þórður bendir enn fremur á galla í íslenskri löggjöf sem meinar einhleypum konum að fara í meðferð til þess að verða ófrískar. Samkvæmt lögum þurfi þær að vera í sambúð með konu eða karli. Hins vegar megi konur ættleiða börn. „Það er mikil mótsögn í þessu en það stendur vonandi til að breyta þessu. Það er búið að skipa nefnd til að fara yfir þessi mál og í henni er meðal annars fulltrúi frá okkur," segir Þórður.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira