Ísland of lítið fyrir gjafasæðisbanka 24. október 2007 15:03 MYND/Hari Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi.Haft var eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, varaformanni Samtakanna 78, á Vísi í gærkvöld að heppilegt væri ef íslenskur sæðisbanki tæki til starfa, meðal annars út frá mannúðarsjónarmiðum. Það gjafasæði sem notað er í tæknifrjógvanir hér er mestmegnis fengið frá Danmörku en þar er haldið algjörri nafnleynd gagnvart sæðisgjafanum.Íslenskir sæðisgjafar ekki bannaðirÞórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, sem séð hefur um tæknifrjóvganir hér á landi, segir ekkert banna það að íslenskir karlmenn gefi sæði, til að mynda ef það kemur fram beiðni um sæði frá sérstökum gjafa. Slíkar beiðnir hafi verið lagðar fram hér á landi. „Í slíkum tilvikum er kannað hvort gjafinn sé með tiltekna sjúkdóma, þar á meðal alnæmi og lifrarbólgu, og svo er sæðið geymt í hálft ár. Þá er það rannsakað aftur til þess að fá fullvissu fyrir því að sæðið sé ekki sýkt," segir Þórður og bendir á að þetta sé einnig gert í sæðisbönkum erlendis.Aðspurður hvort hægt væri að koma á fót gjafasæðisbanka á Íslandi segir Þórður að samfélagið sé of lítið. Það sé praktískara að kaupa sæði að utan. Þá bendir Þórður enn fremur á að Íslendingar séu svo fáir að ef það ætti að koma á fót banka með nafnlausum gjöfum ykjust líkur á skyldleika milli gjafa og þega.Einhleypar konur mega ekki fara í tæknifrjógvun„Við höfum keypt sýni frá dönskum gjöfum sem eru útlitslega svipaðir íslenskum körlum," segir Þórður aðspurður og hann bendir á að konur geti pantað sæðisgjafa úr þar til gerðum listum. „Þannig er til dæmis hægt að velja á milli sæðis frá ljóshærðum og bláeygum tónlistarmanni og frá dökkhærðum og brúneygðum lækni," segir Þórður.Þórður bendir enn fremur á galla í íslenskri löggjöf sem meinar einhleypum konum að fara í meðferð til þess að verða ófrískar. Samkvæmt lögum þurfi þær að vera í sambúð með konu eða karli. Hins vegar megi konur ættleiða börn. „Það er mikil mótsögn í þessu en það stendur vonandi til að breyta þessu. Það er búið að skipa nefnd til að fara yfir þessi mál og í henni er meðal annars fulltrúi frá okkur," segir Þórður. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Þórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, segir íslenskt samfélag of lítið til þess að það borgi sig að koma á fót gjafasæðisbanka líkt og tíðkast í útlöndum. Auk þess yrði með slíku hætta á of miklum skyldleika milli gjafa og þega. Hann segir hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að íslenskir karlar gefi sæði til tæknifrjóvgana hér á landi.Haft var eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur, varaformanni Samtakanna 78, á Vísi í gærkvöld að heppilegt væri ef íslenskur sæðisbanki tæki til starfa, meðal annars út frá mannúðarsjónarmiðum. Það gjafasæði sem notað er í tæknifrjógvanir hér er mestmegnis fengið frá Danmörku en þar er haldið algjörri nafnleynd gagnvart sæðisgjafanum.Íslenskir sæðisgjafar ekki bannaðirÞórður Óskarsson, læknir og sérfræðingur hjá Art Medica, sem séð hefur um tæknifrjóvganir hér á landi, segir ekkert banna það að íslenskir karlmenn gefi sæði, til að mynda ef það kemur fram beiðni um sæði frá sérstökum gjafa. Slíkar beiðnir hafi verið lagðar fram hér á landi. „Í slíkum tilvikum er kannað hvort gjafinn sé með tiltekna sjúkdóma, þar á meðal alnæmi og lifrarbólgu, og svo er sæðið geymt í hálft ár. Þá er það rannsakað aftur til þess að fá fullvissu fyrir því að sæðið sé ekki sýkt," segir Þórður og bendir á að þetta sé einnig gert í sæðisbönkum erlendis.Aðspurður hvort hægt væri að koma á fót gjafasæðisbanka á Íslandi segir Þórður að samfélagið sé of lítið. Það sé praktískara að kaupa sæði að utan. Þá bendir Þórður enn fremur á að Íslendingar séu svo fáir að ef það ætti að koma á fót banka með nafnlausum gjöfum ykjust líkur á skyldleika milli gjafa og þega.Einhleypar konur mega ekki fara í tæknifrjógvun„Við höfum keypt sýni frá dönskum gjöfum sem eru útlitslega svipaðir íslenskum körlum," segir Þórður aðspurður og hann bendir á að konur geti pantað sæðisgjafa úr þar til gerðum listum. „Þannig er til dæmis hægt að velja á milli sæðis frá ljóshærðum og bláeygum tónlistarmanni og frá dökkhærðum og brúneygðum lækni," segir Þórður.Þórður bendir enn fremur á galla í íslenskri löggjöf sem meinar einhleypum konum að fara í meðferð til þess að verða ófrískar. Samkvæmt lögum þurfi þær að vera í sambúð með konu eða karli. Hins vegar megi konur ættleiða börn. „Það er mikil mótsögn í þessu en það stendur vonandi til að breyta þessu. Það er búið að skipa nefnd til að fara yfir þessi mál og í henni er meðal annars fulltrúi frá okkur," segir Þórður.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira