Enski boltinn

Benitez hefur í huga að versla

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, viðurkennir að hann hafi augastað á einum til tveimur leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnast á morgun.

Tottenham og Manchester United hafa riðið á vaðið og gengið frá samningum við þá Chris Gunther og Manucho. Forráðamenn Derby hafa lýst því yfir að þar standi til að kaupa fjóra eða fimm leikmenn til að reyna að forðast fallið.

Talið var að Rafa Benitez fengi ekki að kaupa í janúar eftir að hafa lent í deilum við eigendur félagsins, en eftir fund með þeim á dögunum virðist hann hafa fengið grænt ljós á að versla.

"Við erum með nokkra menn í sigtinu og við munum reyna að kaupa þá leikmenn sem við þörfnust. Kannski kaupum við einn eða tvo, en ef allir halda heilsu í liðinu er aldrei að vita hvað verður úr því," sagði Spánverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×