Innlent

Passið ykkur á Miðnæturbombunni

Breki Logason skrifar

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur kallað inn svokallaða Minæturbombu sem félagið er með í sölu. Bomban er ekki að virka sem skildi og því hefur hún verið innkölluð.

„Prófanir hjá okkur leiddu í ljós að þetta var ekki að virka almennilega. Við fórum því þá leið að kalla hana inn þar sem þetta er stór og öflug bomba," segir Kristinn Ólafsson hjá Landsbjörgu.

Hann segir Landsbjörgu gera almennar prófanir á öllum þeirra vörum en sem betur fer hafa engar kvartanir borist frá almenningi vegna bombunnar. Kristinn segir mikilvægt að fá þessa bombu aftur inn en erfitt sé að vita hve mikið af henni hefur verið seld. „Ætli þetta sé ekki á bilinu 1000 til 1500 stykki sem hafa verið seld en aðal dagurinn er í dag hjá okkur," segir Kristinn en salan var með rólegra móti fyrri hluta dags í gær.

Þó rættist úr sölunni seinni partinn og segir Kristinn að þetta sé svipuðu róli nú og árið 2005.

Veðurspáin er betri fyrir kvöldið en menn héldu og er Kristinn bjartsýnn á að þetta gangi vel. „Við finnum fyrir stuðningi þjóðarinnar en mikilvægt er að fara varlega. Sérstaklega mikilvægt er að hafa sterkar undirstöður og nota hlífðargleraugu. Ef veðrið verður leiðnlegt er líka mikilvægt að fara gætilegra en ella."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×