Innlent

Kviknaði í bæjarskrifstofunum í Vogum

Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að bæjarskrifstofunum í Vogum á Vatnsleysuströnd um sex leytið í morgun eftir að nágranni tilkynnti að reykjalykt bærist þaðan. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldur upp úr þaki hússins og tókst að ráða niðurlögum hans á skömmum tíma. Talið er að annað hvort hafi verið um íkveikju að ræða eða eldurinn hafi kviknað út frá flugelda. Nokkuð tjón varð á þakinu og anddyrinu og reyk og sót skemmdir urðu innan dyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×