Innlent

Tafir urðu á flugi í dag

Töluverðar seinkanir urðu á millilandaflugi í dag, enda lá flug niðri í allan morgun vegna vonskuveðurs. Þegar dró úr hvassviðri eftir hádegið fór flugvélar í loftið á ný. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að seinkun yrði á flugi frá Evrópu í kvöld vegna veðursins, en hann býst við að jafnvægi verði komið á flugáætlun á morgun, gamlársdag. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, sagði að seinkanir hefðu verið í dag en nú gengi allt samkvæmt áætlun. Allt innanlandsflug hefur hins vegar legið niðri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×