Innlent

Tveimur bátum bjargað

Sjórinn hefur verið býsna úfinn í dag.
Sjórinn hefur verið býsna úfinn í dag.

Giftusamlega tókst að bjarga tveimur bátum sem voru í hættu við höfnina að Grandagarði í dag.

Annar báturinn hafði fengið vatn inn í sig og hafði farið á hliðina. Hinn báturinn var við það að losna. Slökkviliði, björgunarsveitarmönnum og starfsmönnum hafnarinnar tókst að dæla vatni úr bátnum og festa hinn og tóku björgunaraðgerðir ekki langan tíma að sögn slökkviliðsins.

Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa fengið ríflega 100 útköll frá því klukkan fjögur í nótt og fer þeim fjölgandi. Í fyrstu var mest um útköll vegna foks, en nú eru flest útköllin vegna vatnstjóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×