Innlent

Ferðalangarnir á Langjökli hólpnir

Ferðalangarnir sem höfðu setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær eru nú allir komnir heilu og höldnu um borð í snjóbíla björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Það tók björgunarsveitir um átta klukkustundir að ná til mannanna enda var færðin afar slæm og veður afleitt, en þessu veðri hefur Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 varað við síðastliðna fimm daga. Ekki er ljóst hversu langan tíma það mun taka snjóbílana að ná aftur til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×