Innlent

Sinna 70 útköllum á höfuðborgarsvæðinu

Á milli þess sem björgunarsveitamenn sinna útköllum eru þeir í flugeldasölu.
Á milli þess sem björgunarsveitamenn sinna útköllum eru þeir í flugeldasölu.

Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í morgun. Um 100 björgunarsveitarmenn sinna nú um 70 útköllum sem borist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur verið töluvert um útköll á Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Selfossi. Útköllin hafa verið af ýmsum toga en mest hefur verið um fok á þakplötum og lausamunum og mikið um vatnstjón.

Töluverður vatnselgur er á götum á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið mikill vatnselgur verið á Kinglumýrarbraut í Fossvogsdag, en þar hefur verið töluverð truflun á umferð.  Einnig er hringtorg við Klapparhlíð í Mosfellsbær ófært vegna vatnselgs.

Íbúar á höfðuðborgarsvæðinu eru hvattir til að huga vel að niðurföllum við húsakynni sín og einnig huga vel að miklu regnvatni á götum, því það eru ýmsir staðir á höfuðborgarsvæðinu sem töluverður vatnselgur er á og gæri verði varasamur fyrir ökumenn.

Töluvert álag er búið að vera hjá Neyðarlínu, Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, almannarvarnardeild ríkislögreglustjóra, starfsmönnum Vegagerðar og borgarstarfsmanna, lögreglu og slökkviliði höfðuðborgarsvæðisins svo og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×