Innlent

Vopnað rán á Grensásvegi

Frá vettvangi í kvöld
Frá vettvangi í kvöld Mynd/ Egill
Karlmaður vatt sér inn í 11/11 verslun á Grensásvegi á níunda tímanum í kvöld, vopnaður hnífi og ógnaði starfsstúlku. Hann hirti af henni peninga, en ekki er vitað hve mikla. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að enginn hafi slasast. Fjöldi lögreglumanna leiti árásarmannsins í hverfinu og tæknideild sé á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×