Innlent

Samhæfingastöðin virkjuð vegna slæmrar veðurspár

Hjálparsveitir verða í viðbragðsstöðu í nótt.
Hjálparsveitir verða í viðbragðsstöðu í nótt.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð verður virkjuð í nótt og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða jafnframt settar í viðbragsstöðu. Fulltrúar Almannavarnadeildar og fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjórans, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínunnar, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar hittust nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár næsta sólarhringinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við stormi eða roki á öllu landinu í nótt og á morgun og mikilli rigningu á sunnanverðu landinu. Í nótt á að hvessa með suðaustan 23-28 m/s, hvassast vestan til fyrir hádegi, en austanlands síðdegis. Slydda og síðar mikil rigning sérstaklega sunnanlands.

Fólk er beðið um að gæta að niðurföllum og skorða lausa muni. Þá eru ábyrgðamenn fyrir áramótabrennum beðnir um að huga að þeim vegna mögulegs foks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×