Innlent

E-töflur vinsælar á þessum árstíma

Þórarinn Tyrfingsson er yfirlæknir á Vogi.
Þórarinn Tyrfingsson er yfirlæknir á Vogi.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir þau e-pillumál sem hafa komið upp að undanförnu ekki koma sér á óvart. Hins vegar sé það óvænt hve mikið magn hafi fundist í Leifsstöð.

Lögreglan stöðvaði þýskan karlmann með 23 þúsund e-töflur í Leifsstöð tveimur dögum fyrir jól. Einnig fann lögreglan hundrað og fimmtíu e-töflur við húsleit í Reykjanesbæ í gær. Þá er skemmst af minnast Fáskrúðsfjarðarmálsins í októbermánuði en þá fannst verulegt magn af e-töflum.

„Það dró nú verulega úr neyslu á e-töflum árið 2006 og ég held að það sama eigi við um árið í ár, en ég held að áramótin séu kannski sá tími sem fólk notar mikið e-töflur. Það notar örvandi efni á dansleikjum og skemmtunum sem tengjast þessum tíma," segir Þórarinn og bendir jafnframt á að neysla efnisins sé mikil á vor- og sumarmánuðum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×