Enski boltinn

Tæklarar fái harðari refsingu

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson vill að leikmenn sem gera sig seka um grófar tveggjafóta tæklingar fái harðari refsingu en nú tíðkast í ensku úrvalsdeildinni.

Peter Crouch hjá Liverpool var síðasti leikmaðurinn sem fékk að líta rauða spjaldið eftir tveggjafóta tilburði þegar hann gerði árás á John Obi Mikel hjá Chelsea.

Ferguson vill að leikmenn sem gerast sekir um svona fái meira en þriggja leikja bann.

"Þetta fyrirbæri er að verða vandamál í deildinni í ár og við viljum að þessu verði útrýmt úr leiknum. Við viljum ekki sjá svona lagað því þetta endar með því að leikmaður verður tekinn alveg úr leik eftir svona tæklingu og þá fer hann í mál við þann brotlega og leikurinn hefur ekkert við slíkt að gera. Ábyrgð dómara er því meiri en nokkru sinni áður," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×