Enski boltinn

QPR verður ný útgáfa af Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Holloway, knattspyrnustjóri QPR.
Ian Holloway, knattspyrnustjóri QPR. Nordic Photos / Getty Images

Ian Holloway, knattspyrnustjóri Leicester, óttast nú að QPR gæti nú orðið „Chelsea Championship-deildarinnar" eftir að einn ríkasti maður heims fjárfesti í félaginu í dag.

Holloway, sem eitt sinn var knattspyrnustjóri QPR, segir að það sé vel mögulegt að áætlanir keppinauta QPR á leikmannamarkaðnum séu nú ónýtar eftir að fimmti ríkasti maður heims, Lakshmi Mittal, keypti 20 prósenta hlut í félaginu.

„Ef ekki er farið varlega gæti QPR mett markaðinn með því að bjóða í alla. Ef þeir fá annan milljarðamæring til liðs við sig gæti félagið orðið ný útgáfa af Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×