Lofar að koma Englandi aftur á toppinn 17. desember 2007 14:12 Capello ætlar að læra ensku á einum mánuði AFP Fabio Capello var í dag vígður formlega inn í starf landsliðsþjálfara Englendinga. Hann lofar að koma landsliðinu aftur í hóp þeirra bestu og ætlar að vera búinn að læra ensku þegar hann hittir leikmenn sína í fyrsta sinn í næsta mánuði. Hinn 61 árs gamli Ítali tekur formlega við starfi sínu þann 7. janúar næstkomandi og hann sagðist í dag hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun. "Mig hefur lengi langað í þetta starf og ég veit fullvel að því fylgja gríðarlegar kröfur. Fyrsta verkefni mitt sem landsliðsþjálfara verður að hitta leikmennina og stjórana í úrvalsdeildinni. England er með frábært lið og getur farið beint á toppinn," sagði Capello, en notaðist við túlk á blaðamannafundinum í dag. "Ég er viss um að þegar ég hitti strákana í næsta mánuði, muni ég tala fína ensku. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að geta talað við þá á ensku og ég mun leggja hart að mér á hverjum degi að læra málið," sagði Capello. Hann telur enska landsliðið hafa spilað langt undir getu undanfarin ár. "Ég ætla ekki að reyna að skilja hvað hefur komið fyrir hjá liðinu á síðustu stórmótum með því að tala við leikmennina og að mínu mati eiga leikmennirnir að vera stoltir af því að spila fyrir landsliðið og þar eiga þeir að spila eins vel og þeir gera með félagsliðum sínum," sagði sá ítalski. Hann segist einnig ætla að breyta þjálfunaraðferðum sínum nokkuð í ljósi þess að hann er nú að stýra landsliði í fyrsta skipti á ferlinum. "Það er allt annað mál og ég mun breyta hegðun minni nokkuð og það munu leikmennirnir gera líka. Ég hef alltaf átt frábært samstarf við menn eins og Wenger og Ferguson - sem og með spænsku þjálfurunum Benitez og Ramos - og það verður ekkert vandamál að vinna með þeim." Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Fabio Capello var í dag vígður formlega inn í starf landsliðsþjálfara Englendinga. Hann lofar að koma landsliðinu aftur í hóp þeirra bestu og ætlar að vera búinn að læra ensku þegar hann hittir leikmenn sína í fyrsta sinn í næsta mánuði. Hinn 61 árs gamli Ítali tekur formlega við starfi sínu þann 7. janúar næstkomandi og hann sagðist í dag hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun. "Mig hefur lengi langað í þetta starf og ég veit fullvel að því fylgja gríðarlegar kröfur. Fyrsta verkefni mitt sem landsliðsþjálfara verður að hitta leikmennina og stjórana í úrvalsdeildinni. England er með frábært lið og getur farið beint á toppinn," sagði Capello, en notaðist við túlk á blaðamannafundinum í dag. "Ég er viss um að þegar ég hitti strákana í næsta mánuði, muni ég tala fína ensku. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að geta talað við þá á ensku og ég mun leggja hart að mér á hverjum degi að læra málið," sagði Capello. Hann telur enska landsliðið hafa spilað langt undir getu undanfarin ár. "Ég ætla ekki að reyna að skilja hvað hefur komið fyrir hjá liðinu á síðustu stórmótum með því að tala við leikmennina og að mínu mati eiga leikmennirnir að vera stoltir af því að spila fyrir landsliðið og þar eiga þeir að spila eins vel og þeir gera með félagsliðum sínum," sagði sá ítalski. Hann segist einnig ætla að breyta þjálfunaraðferðum sínum nokkuð í ljósi þess að hann er nú að stýra landsliði í fyrsta skipti á ferlinum. "Það er allt annað mál og ég mun breyta hegðun minni nokkuð og það munu leikmennirnir gera líka. Ég hef alltaf átt frábært samstarf við menn eins og Wenger og Ferguson - sem og með spænsku þjálfurunum Benitez og Ramos - og það verður ekkert vandamál að vinna með þeim."
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira