Innlent

Dánardægur Lennons og friðarsúlan í frí

MYND/Annton

Í dag eru tuttugu og sjö ár frá því John Lennon aðalforsprakki Bítlanna var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu hans Yoko Ono í New York í Bandaríkjunum.

Lennons var minnst víða um heim og í Viðey verður slökkt á friðarsúlú Yoko Ono, sem tendruð var í fyrsta sinn á fæðingardegi Lennons hinn 9. október síðast liðinn, klukkan tólf á miðnætti. En í framtíðinni mun loga á friðarsúlunni milli fæðingar- og dánardægurs Lennons. Fjölbreytt dagskrá var í Viðey í dag, gengið var með kyndla að listaverki Yokóar og skiptinemar mynduðu hring um verkið.

Dagskráin heldur áfram fram til klukkan ellefu í kvöld. Morðingi Lennons situr enn í fangelsi og hefur ítrekað verið hafnað um lausn úr fangelsinu, aðallega vegna andstöðu Yokóar við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×