Innlent

Bjarni baðst afsökunar í ræðustól Alþingis

Bjarni Harðarson, þingmaður framsóknar.
Bjarni Harðarson, þingmaður framsóknar.

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að hann hafi mismælt sig þegar hann sagði að sér hefði verið sagt að Árni Sigfússon ætti persónulega hluti í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og í Keili.

„Ég var þarna að lesa af blaði og ég gerði mér enga grein fyrir því að þetta hefði komið svona út," segir Bjarni í samtali við Vísi. Það var Árni Johnsen, kollegi Bjarna og frændi Árna bæjarstjóra sem benti þingmanninum á að hann hefði þarna farið með fleipur.

„Ég fór þá í ræðustól í umræðunni um fjáraukalögin og leiðrétti þessa vitleysu. Þar bað ég þá báða afsökunar á mistökunum en það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona út," segir Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×