Innlent

Grímseyingar í rusli vegna meints fjármálamisferlis sveitarstjóra

Andri Ólafsson skrifar
Brynjólfur Árnason sveitarstjóri
Brynjólfur Árnason sveitarstjóri

Alfreð Garðarsson, sveitarstjórnarmaður í Grímsey, segir að eyjarskeggjar séu í rusli vegna máls Brynjólfs Árnasonar sveitarstjóra sem grunaður er um fjármálamisferli.

Menn frá endurskoðunarfyrirtækinu Díll á Akureyri eru komnir til Grímseyjar til að fara yfir reikninga sveitarfélagsins en sjálfur er sveitarstjórinn farinn til Akureyrar í veikindaleyfi.

Alfreð Garðarsson segir málið allt reiðarslag fyrir Grímseyinga og að mikilvægt sé að fá allt upp á borð sem fyrst.

Búist er við niðurstöðu úr endurskoðun reikninga eftir fáeina daga.

Grunur um fjármálamisferli af hálfu sveitarstjórans kviknaði þegar fréttir bárust til Grímseyjar af þriggja mánaða skilorðsbundnum fangelsisdómi sem hann fékk fyrir að svíkja út 12.900 lítra af olíu af Olíudreifingu ehf. þegar hann var starfsmaður fyrirtækisins. Það var áður en hann var gerður að sveitarstjóra í Grímsey.

Nú grunar Grímseyinga að sú fjármálaóreiða Brynjólfs hafi teygt sig inn í bókhald sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×