Innlent

Frjálslyndi flokkurinn vill rannsaka eignartengsl á gamla varnarsvæðinu

Helga Arnardóttir skrifar

Frjálslyndi flokkurinn vill að sett verði á fót rannsóknarnefnd sem kanni kaup og eignatengsl manna á gamla varnarsvæðinu. Formaður flokksins segir það skyldu forsætisráðherra.

Mikið hefur verið rætt um gamla varnarsvæðið að undanförnu. Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna og hæstaréttarlögmaður hefur gagnrýnt Þróunarfélag Keflvíkurflugvallar harðlega fyrir framkvæmd sölu eigna á svæðinu án útboðs og lögbundinna auglýsinga. Þá hefur hann bent á náin tengsl Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist gegna stjórnarformennsku eða eiga hagsmuna að gæta í þeim félögum sem keypt hafa eignir á varnarsvæðinu.

Frjálsyndi flokkurinn bætist nú í hóp vinstri grænna og telur brýna þörf á að málið verði kannað til hlítar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×