Innlent

Slapp ómeiddur í bílveltu nærri Strandarkirkju

MYND/Róbert

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Selvogi skammt frá afleggjaranum að Strandarkirkju í gærkvöldi.

Annar ökumaður slapp einnig með skrekkinn þegar hann missti stjórn á bíl sínum í krapa og hálku á Akureyri í gærkvöldi og bíllinn hafnaði á ljósastaur. Ljósakúpullinn féll til jarðar en svo vel vildi til að engin var þar nálægur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×