Innlent

Talsverðum fjármunum stolið af pitsustað

Brotist var inn í pitsastað í austurborginni í nótt og þaðan stolið talsverðum fjármunum úr peningaskáp.

Ekki liggur fyrir hvernig skápurinn var opnaður, en þjófurinn komst undan með þýfið. Hans er nú leitað.

Annars var helgin óvenju róleg á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur lögreglunni ekki á óvart, því kuldi og vindur virðast halda aftur af ólátaseggjum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×