Innlent

Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag

Ljósin verða tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í Reykjavík í dag klukkan fjögur, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Starfsmenn Orkuveitunnar unnu að því í morgun að prófa ljósin og sjá hvort ekki kviknaði örugglega á öllum perunum. Tréð er rúmlega 12 metra hátt og var höggvið við Sognsvatn sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Oslóarbúa.

Dagskráin á Austurvelli hefst klukkan hálffjögur með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög. Dómkórinn og barna- og unglingakór frá Osló flytja einnig nokkur lög áður en fulltrúi borgarstjórnar Oslóar afhendir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra tréð að gjöf. Loks birtast jólasveinar, Grýla og spýtustrákurinn Gosi og skemmta gestum á sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×