Innlent

Andstaða í Sjálfstæðisflokki

Andstaða er innan Sjálfstæðisflokksins við hugmyndir utanríkisráðherra um að stofna sérstaka Varnamálastofnun hér á landi og halda uppi heimsóknum orrustuþotna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu í nýliðinni viku að hún vilji koma á fót nýrri varnarmálastofnun. Stofnunin á að annast allan rekstur mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Stofnunin á að annast rekstur ratsjárkerfisins, öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli, varnaræfingar og öll samskipti sem byggja á öryggistrúnaði innan NATO.

Innan Sjálfstæðisflokksins er uppi andstaða við þessar hugmyndir Ingibjargar í varnarmálum. Jón Gunnarsson, þingmaður flokksins, telur að Íslendingar eigi frekar að nota fjármagn sitt og krafta í einbeita sér að því að taka þátt í borgarlegum verkefnum á vegum Atlantshafsbandalagsins, í stað þess að nota peninga í að reka sérstaka varnarmálastofnun og í að taka á móti orrustuþotum sem fá að æfa hér á landi.

Hugmyndir Ingibjargar um varnarmálastofnun hafa ræddar meðal Sjálfstæðismanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri þingmenn sett spurningar merki við það hvort rétt sé að stofna sérstaka varnarmálastofnun hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×