Innlent

Herjólfur í slipp í næstu viku

MYND/GVA

Ferjan Herjólfur feri í slipp í tvo daga í næstu viku vegna bilaðrar pakkningar við skrúfuás.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Eimskipum, sem rekur Herjólf, fer skipið í slipp í Hafnarfirði á hádegi á þriðjudag eftir ferð frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar. Að öllu óbreyttu verður Herjólfur svo farinn að sigla samkvæmt áætlun frá Þorlákshöfn á hádegi á föstudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×