Innlent

Græt ekki frestun á skattalækkunum

"Ég mun ekki gráta frestun á skattalækkunum ef þær áttu að vera með sama sniði og á síðasta kjörtímabili þegar fjármagns- og hátekjufólk fékk þær en þeir lægstlaunuðu ekki," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður VG í samtali við Vísi.

Eins og fram kemur hér á Vísi telur Geir Haarde forsætisráðherra að til greina komi að fresta skattalækkunum vegna þennslunnar í þjóðfélaginu. Steingrímur segir að hann hafi gagnrýnt mjög skattlækkanir ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. "Ef þær skattalækkanir sem Geir ætlar að fresta eiga að vera með sama sniði er engin eftirsjá að þeim," segir Steingrímur.

Steingrímur telur hinsvegar af hinu verra ef fresta eigi hækkunum á skattleysismörkunum. "Það er aðgerð sem kemur hinum lægstlaunuðu helst til góða og ég tel ekki að hún sem slík verði þennsluvaldur," segir Stengrímur. "það væri meiri eftirsjá að frestun á hækkun skattleysismarkanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×